Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Besta brownie kakan
Leiðbeiningar
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
- Setjið smjör og sykur í pott, hitið rólega svo smjörið bráðni. Haldið áfram að hita blönduna og leyfið henni að malla varlega í nokkrar mínútur eða þar til sykurkornin eru aðeins farin að minnka og blandan orðin meira sírópskennd. Takið af hitanum og leyfið blöndunni að kólna svolítið.
- Setjið hveiti og kakó saman í skál.
- Hellið smjör og sykurblöndunni í skál, setjið suðusúkkulaðið ofan í skálina og hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað saman við.
- Bætið eggjunum út í blönduna og hrærið.
- Bætið hveiti og kakó út í og hrærið. Skerið barón súkkulaðið í bita og blandið saman við deigið.
- Setjið smjörpappír í 25×25 cm stórt form og hellið deiginu í formið. Bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til stökk himna hefur myndast yfir kökunni og endarnir eru alveg bakaðir í gegn.
- Leyfið kökunni að kólna fullkomnlega áður en hún er skorin.
Innihald
- 180 g smjör
- 300 g sykur
- 200 g suðusúkkulaði
- 150 g hveiti
- 40 g kakó
- 4 egg
- 150 g barón súkkulaði