Uppskriftir

Ljúffeng Súkkulaðiskúffukaka

Leiðbeiningar

Súkkulaði skúffukaka

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið þurrefnablönduna, egg, brætt smjör/olíu og vatn í skál. Hrærið rólega saman í 3-4 mínútur eða þar til deigið hefur samlagast og orðið glansandi.
  3. Smyrjið 20×30 cm form og hellið deiginu í formið. Bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn.
  4. Kælið að stofuhita og útbúið kremið á meðan. Uppskriftin er hér fyrir neðan.
  5. Smyrjið kreminu á kökuna og skreytið með páskaeggjum nr 1 og súkkilaðiperlum

 

Krem

Hrærið smjörið þar til það er létt og ljóst.

Bætið rjómaostinum saman við og því næst flórsykrinum, kakóinu, hrærið þar til létt og loftmikið.

Bætið vanilludropunum og kaffinu út í, hrærið þar til silkimjúkt.

Innihald

Kakan

  • 500 g Linda Ben Ljúffeng súkkulaðikaka þurrefnablanda
  • 3 egg
  • 150 g brætt smjör/150 ml bragðlítil olía
  • 1 dl vatn
  • 4 stk páskaegg nr 1 frá Nóa Síríus
  • Súkkulaðiperlur frá Nóa Síríus

 

Ljúffenga súkkulaðikremið

  • 300 g smjör
  • 150 g rjómaostur
  • 500 g flórsykur
  • 50 g Síríus kakóduft
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1/2 dl sterkt kaffi (má skipta út fyrir 1/2 dl rjóma)