Uppskriftir

Rice Krispies Brownie

15 stk

Leiðbeiningar

1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C með undir- og yfirhita.

2. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna.

3. Þeytið saman egg og sykur í nokkrar mínútur þar til blandan er orðin létt og ljós og myndar borða. Hellið smjörinu út í ásamt vanilludropum og hrærið á meðan.

4. Sigtið hveiti og kakó út í og blandið öllu vel saman með sleikju.

5. Hellið deiginu ofan í smurt 25x35 cm form og bakið í um 15 mínútur.

6. Bræðið saman smjör og síróp, leyfið því að malla saman við vægan hita í örfáar mínútur. Slökkvið undir pottinum.

7. Brjótið súkkulaðið út í pottinn og bræðið saman við hægt og rólega (ætti ekki að þurfa að kveikja undir pottinum aftur, best að sleppa því).

8. Bætið Rice Krispies út í og blandið öllu varlega saman þar til allt Rice Krispies er þakið súkkulaði.

9. Hellið Rice Krispies blöndunni yfir brownie kökuna. Skerið í litla bita u.þ.b. 15 stk þegar kakan hefur kólnað og Rice Krispies toppurinn harðnað.

 

Innihald

120 g smjör
2 egg
300 g sykur
1 tsk vanilludropar 100 g hveiti
30 g Síríus kakóduft
90 g smjör
90 ml síróp
300 g Síríus pralín súkkulaði með saltkaramellufyllingu
U.þ.b. 120 g Rice Krispies eða þar til áferðin er orðin góð.