Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Saltkaramellu Pralín súkkulaðikaka

Leiðbeiningar

Kveikið á ofninum og stillið á 175°C undir og yfir hita.

Setjið olíu og egg saman í hrærivélaskál og hrærið saman.

Bætið karamellu jógúrtinu saman við og hrærið.

Blandið saman hveiti, sykri, kakó, matarsóda og lyftidufti í aðra skál. Bætið því svo út í eggjablönduna rólega ásamt vatni, ath setjið fyrst 1/2 dl af vatni og bætið svo allt að 1/2 dl í vðbót ef þarf.

Smyrjið kökuform sem er 20×30 cm, eða álíka stórt og hellið svo deiginu í skúffuna. Bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til kakan er bökuð i gegn.

Kælið kökuna og útbúið kremið á meðan.

 

Setjið rjóma í pott og brjótið súkkulaðið út í pottinn. Hitið varlega á vægum hita þar til súkkulaðið hefur bráðnað, hrærið varlega í á meðan súkkulaðið bráðnar.

Setjið blönduna í skál og setjið inn í ísskáp á meðan smjörið er þeytt.

Þeytið smjörið þar til það er orðið mjög létt og loftmikið. Bætið flórsykrinum og kakóinu út í, hrærið þar til alveg mjög létt og loftmikið.

Hellið karamellusúkkulaðiblöndunni út í og þeytið vel saman við og smyrjið kreminu á kökuna.

 

 

 

Innihald

Súkkulaðikaka

170 ml olía

3 egg

250 g karamellu jógúrt

300 g sykur

30 g kakóduft frá Nóa Siríus

370 g hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

1/2 – 1 dl volgt vatn

 

Pralín smjörkrem

250 g smjör við stofuhita

250 g flórsykur

1 tsk kakó

1 dl rjómi

100 g Síríus Pralín súkkulaði með saltkaramellufyllingu