Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Súkkulaðikaka án viðbætts sykurs

Þessi uppskrift er unnin af Guðrúnu Ýr hjá Döðlur & smjör.

Leiðbeiningar

Stillið ofn á 175°c. Steinhreinsið döðlurnar og setjið í blandara ásamt öllum hinum hráefnunum, ef þið viljið sleppa kaffinu er gott að skipta því út fyrir mjólk/jurtamjólk. Blandið vel saman. 

Smyrjið 15-20 cm form með Pam spreyi og hellið deiginu í formið, bakið í 25-30 mín. Leyfið að kólna.

Byrjið á því að setja kökuna á disk. Skerið þá bananann í sneiðar og dreifið yfir kökuna.

Blandið kókosolíu og súkkulaði saman í skál, bræðið í örbylgjuofni og hrærið vel saman. Hellið þá kornflexi saman við og hrærir aftur vel. Dreifið yfir kökuna. Gott er að bera kökuna fram strax eða geyma hana í kæli þangað til að hún er borin fram. 

Innihald

Súkkulaðikakan
10 döðlur
1 banani
3 egg
4 msk kókosolía
1/2 dl kaffi
40 g kakó
65 g möndlumjöl
1 1/2 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar

Ofan á
1 banani
2 msk kókosolía
100 g Síríus Rjómasúkkulaði án viðbætts sykurs
2 dl Kellogg's Cornflakes

KELLOGGS CORN FLAKES 12X720GSÍRÍUS RJÓMAS. ÁN VIÐB. SYKURS 100G