Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Súkkulaðikaka með hnetusmjörskremi

Leiðbeiningar

Hitið ofninn í 175°C blástur.

Setjið öll þurrefni saman í skál og hrærið í með sleif. Setið þá súrmjólk, nýmjólk, vanilludropa, olíu og egg saman við og hrærið þar til deigið er slétt og samfellt. Bætið þá söxuðu súkkulaðinu saman við.

Smyrjið eða klæðið með bökunarpappír, ferkantað 20x20cm form eða 22 cm hringlaga form. Hellið deiginu út í og bakið í 20-25 mín ca. Fer eftir ofnum en kakan er tilbúin þegar prjóni sem stungið er í hana kemur hreinn út.

Kælið kökuna alveg.

Útbúið kremið og smyrjið á kalda kökuna. Stráið söxuðu suðusúkkulaði yfir kremið og jafnvel salthnetum ef þið eigið þær til.

 

Innihald

175g hveiti

130g púðursykur

3msk kakó frá nóa síríus

1tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

1dl súrmjólk

120ml nýmjólk

1tsk vanilludropar

1dl jurtaolía

1 egg

65g saxað suðusúkkulaði frá nóa síríus