Uppskriftir

Trítlaterta

Fyrir 12-14 manns

Leiðbeiningar

Súkkulaðibotnar

Hitið ofninn í 170°C og takið til tvö 20 cm kökuform. Setjið bökunarpappír í botninn og úðið vel með matarolíuspreyi.

Setjið öll þurrefni í hrærivélarskálina og blandið saman.

Setjið öll blautefni saman í aðra skál og þeytið saman.

Hrærið þurrefnin á rólegum hraða á meðan þið blandið blautefnunum saman við. Skafið niður á milli og hrærið þar til slétt deig myndast.

Skiptið niður í formin og bakið í 30-35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum en ekki blautu deigi. Kælið og skerið ofan af botnunum áður en krem og skraut er sett á.

 

Súkkulaðismjörkrem og skreyting

Þeytið smjörið þar til það er létt og ljóst, skafið niður á milli.

Bætið flórsykrinum og kakóinu saman við í nokkrum skömmtum og þeytið aðeins áfram.

Bætið nú öðrum hráefnum saman við, þeytið vel og skafið niður á milli.

Smyrjið vel af kremi á milli botnanna og allan hringinn, notið spaðann til að mynda óreglulega áferð.

Skreytið með Trítlum.

Innihald

Súkkulaðibotnar

280 g hveiti

70 g Síríus kakóduft

300 g sykur

1 tsk. matarsódi

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. salt

4 egg

1 tsk. vanilludropar

150 ml matarolía

150 ml uppáhellt kaffi (kælt)

150 ml grísk jógúrt

60 ml rjómi

 

Súkkulaðismjörkrem

400 g smjör (við stofuhita)

400 g flórsykur

90 g Síríus kakóduft

160 g Síríus suðusúkkulaði (brætt)

2 tsk. vanilludropar

4 msk. uppáhellt kaffi

1⁄4 tsk. salt

 

Skraut

Trítlar