Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Afmæliskaka

Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 170°C , setjið bökunarpappír í botninn á fjórum 15 cm smelluformum og spreyið vel með matarolíuspreyi.
- Setjið þurrefnin í hrærivélarskálina og blandið létt saman.
- Pískið eggin í stóra skál og bætið AB mjólk, matarolíu og vanilludropum saman við pískið vel.
- Að lokum má píska heita vatnið saman við vökvann og hella honum yfir þurrefnin og hræra á meðan á lægstu stillingu.
- Skafið niður hliðarnar á skálinni og blandið vel, athugið að deigið er þunnt.
- Skiptið jafnt niður í bökunarformin og bakið í um 30 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi.
- Kælið botnana og skerið ofan af þeim áður en þið setjið kökuna saman.
Súkkulaðikrem
- Þeytið saman smjör, rjómaost og kakó þar til létt, skafið niður hliðarnar.
- Bætið flórsykri og rjóma saman við til skiptis, þeytið og skafið niður á milli.
- Að lokum fara vanilludropar saman við og þeytið áfram þar til létt en þétt súkkulaðikrem hefur myndast.
Samsetning og skreyting
- Setjið um 1 cm þykkt lag af súkkulaðikremi á milli botna og hjúpið síðan alla kökuna með þunnu lagi að kremi, setjið í kæli í um 15 mínútur.
- Setjið þá annað lag af kremi á kökuna, um ½ cm þykkt á alla kökuna að utan og sléttið úr eins og unnt er með kökuspaða.
- Setjið súkkulaðiperlurnar í skál, fyllið lófann af perlum og dragið aðeins upp hliðina á kökunni frá botni og aðeins upp á hana, allan hringinn (sjá video).
- Kælið nú aftur kökuna í um 30 mínútur og útbúið síðan súkkulaðihjúpinn.
- Saxið suðusúkkulaðið smátt og hitið rjómann að suðu, hellið honum yfir saxað súkkulaðið og pískið saman þar til slétt súkkulaðibráð hefur myndast.
- Takið kökuna úr kæli og hellið súkkulaðibráð á toppinn og ýtið aðeins fram af með kökuspaða allan hringinn (líka hægt að setja í flösku/túpu ef þið viljið stýra „drippinu“ betur).
- Kælið að nýju í um 30 mínútur og skreytið síðan toppinn.
- Setjið restina af súkkulaðikreminu í sprautupoka með stórum stjörnustút (t.d Wilton 1M eða 2D), sprautið litla toppa allan hringinn og setjið súkkulaðiperlur ofan á.
- Stingið síðan kertum í kökuna miðja og geymið í kæli fram að notkun.
Innihald
Súkkulaðibotnar
- 250 g hveiti
- 350 g sykur
- 80 g Síríus kakó
- 2 tsk. matarsódi
- 1 tsk. salt
- 4 egg
- 250 ml AB mjólk
- 150 ml ljós matarolía
- 2 tsk. vanilludropar
- 250 ml heitt vatn
Súkkulaðikrem
- 300 g smjör við stofuhita
- 150 g rjómaostur við stofuhita
- 60 g Síríus kakó
- 900 g flórsykur
- 80 ml rjómi
- 2 tsk. vanilludropar
Samsetning og skreyting
- 4 x súkkulaðibotnar (sjá uppskrift að ofan)
- Súkkulaðikrem (sjá uppskrift að ofan)
- 300 g Síríus perlur
- 100 g Síríus suðusúkkulaði
- 60 ml rjómi
- Afmæliskerti að eigin vali