Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Eitt sett brownies
Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 160°C og klæðið ferkantað kökuform að innan með bökunarpappír (c.a 25×25 cm) og spreyið með matarolíuspreyi að innan.
- Bræðið smjör og báðar tegundir af súkkulaðidropum saman í potti við miðlungs háan hita þar til bráðið, geymið á meðan annað er undirbúið.
- Setjið púðursykur og vanilludropa í skál og hellið súkkulaðiblöndunni saman við.
- Bætið næst eggjunum saman við, einu í einu og loks hveitinu.
- Saxað Eitt sett súkkulaði fer saman við í lokin og blandið saman með sleikju.
- Hellið í kökuformið og bakið í um 35 mínútur.
- Bræðið saman Eitt sett töggur og 50 ml af rjóma þar til slétt lakkríssósa hefur myndast.
- Toppið síðan brownie bita með þeyttum rjóma, ferskum jarðarberjum og lakkríssósu.
Innihald
Brownies uppskrift
- 130 g smjör
- 150 g Síríus suðusúkkulaðidropar
- 150 g Síríus Doré karamelludropar
- 180 g púðursykur
- 2 tsk. vanilludropar
- 3 egg
- 140 g hveiti
- 100 g saxað Síríus Eitt sett súkkulaðistykki
Lakkríssósa og toppur
- 100 g Síríus Eitt sett töggur
- 50 ml rjómi
- Þeyttur rjómi eftir smekk
- Jarðarber eftir smekk