Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Kókosbrownie hrákaka

Einstaklega ljúffeng brownie hrákaka eftir Lindu Ben.

Leiðbeiningar

Setjið möndlur, kókos, kakó, döðlur og 2 msk kókosolíu í blandara og maukið þar til orðið að mauki sem klessist saman. Það er í lagi að einstaka möndlur séu svolítið stórar.

Pressið í smjörpappírsklætt form sem er u.þ.b. 10×20 cm.

Bræðið súkkulaðið með 1 tsk kókosolíu og hellið yfir. Setjið inn í ísskáp eða fyrsti þar til súkkulaðið hefur stirðnað (u.þ.b. 15 mín í frysti)

Skerið í bita og setjið örítið sjávarsalt yfir.

 

Innihald

130 g möndlur

70 g kókos

40 g kakó

200 g ferskar döðlur

2 msk kókosolía + 1 tsk (notað 2x í uppskriftinni)

150 g Síríus rjómasúkkulaði án viðbætts sykurs

Örlítið sjávarsalt