Uppskriftir

Vegan brownie

fyrir u.þ.b. 12

Leiðbeiningar

1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C með blæstri.

2. Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði.

3. Blandið saman hveiti, kakói og sykri í skál.

4. Bætið út í olíu, vanilludropum, brædda suðusúkkulaðinu og möndlumjólkinni og hrærið saman.

5. Bætið því næst suðusúkkulaðidropunum saman við og hrærið.

6. Klæðið 20x30 cm kökuform (eða sambærilegt í stærð) með smjörpappír og hellið deiginu í formið. Bakið í u.þ.b. 35 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn en ennþá svolítið klístruð.

 

Innihald

250 g Síríus suðusúkkulaði
175 g hveiti
25 g Síríus kakóduft
250 g sykur
100 ml bragðlítil olía
1 tsk vanilludropar
250 ml möndlumjólk
150 g Síríus suðusúkkulaðidropar