Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Epla og karamellukaka

Einstaklega ljúffeng kaka frá Lindu Ben.

Leiðbeiningar

Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.

Hrærið saman olíu, sykri, púðursykri og vanilludropum. Bætið eggjnum út í, einu í einu og hrærið vel saman við á milli.

Hrærið saman hveiti, matarsóda, salti og kanil í aðra skál. Blandið því svo saman við eggja og sykurblönduna.

Skerið eplin í litla bita og bætið út í deigið ásamt 100 g af karamellukurlinu og blandið saman.

Smyrjið 22 cm smelluform og hellið deiginu í fromið, bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 60 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn.

Kælið kökuna og útbúið kremið á meðan.

Setjið hvítt súkkulaði í skál og setjið skálina í pott með vatni, skálin á að standa ofan á pottinum og snerta vatnið í pottinum (passið að vatnið fari alls ekki ofan í skálina). Kveikið undir pottinum og bræðið súkkulaðið varlega.

Setjið smjör og flórsykur í skál og þeytið saman þar til mjög létt og loftmikið. Hellið hvíta súkkulaðinu út í og hrærið saman við.

Smyrjið kreminu á kalda kökuna. Skreytið með restinni af karamellukurlinu.

Innihald

Botn

270 ml sólblómasolía eða önnur bragðlítil olía
200 g sykur
200 g púðursykur
1 tsk vanilludropar
4 egg
300 g hveiti
2 tsk matarsódi
1/2 stk salt
1 1/2 tsk kanill
2 epli (frekar lítil epli)
150 g Síríus sælkerabaksturs karamellukurl

 

Hvítsúkkulaðikrem

150 g Síríus sælkerabakstur hvítir súkkulaðidropar
200 g mjúkt smjör
250 g flórsykur