Uppskriftir

Guðdómleg frönsk súkkulaðikaka

Leiðbeiningar

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.

 

  1. Þeytið egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.

 

  1. Bræðið smjör í potti á vægum hita, slökkvið undir og setjið súkkulaðið út í, hrærið þar til bráðnað og samlagað. Bætið síðan súkkulaðibráðinni út í eggjablönduna varlega í mjórri bunu á meðan verið er að hræra rólega.

 

  1. Bætið hveitinu út í og hrærið varlega.

 

  1. Smyrjið 23 cm form og hellið deiginu í formið, bakið í u.þ.b. 30-40 mín eða þar til endarnir eru orðnir stífir en miðjan ennþá svolítið mjúk.

 

  1. Útbúið kremið með því að setja smjör og síróp í pott og bræða á vægum hita. Slökkvið undir og setjið svo súkkulaðið út í, hrærið þar til bráðnað.

 

  1. Hellið kreminu yfir kökuna, skerið jarðaberin niður í 4 hluta og setjið yfir kökuna.

Innihald

Kaka

  • 200 g sykur
  • 4 egg
  • 200 g suðusúkkulaði með karamellu og salti
  • 200 g smjör
  • 100 g hveiti

Krem

  • 200 g suðusúkkulaði með karamellu og salti
  • 70 g smjör
  • 70 g síróp

Skraut

  • 250 g jarðaber