Uppskriftir

Konfektbox

Fyrir 8-10.

Leiðbeiningar

Bræðið suðusúkkulaði, rjómasúkkulaði og konfektflöskur yfir vatnsbaði. Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum og kaffiduftinu. Í annarri skál, stífþeytið eggjahvíturnar og að síðustu í sér skál þeytið 3 dl af rjóma. Blandið brædda súkkulaðinu saman við eggjarauðublönduna. Hrærið þeytta rjómanum varlega saman við og að seinustu eggjahvítunum. Látið hring af formi á kökudisk, hellið helmingnum af blöndunni í formið og raðið marensfingrum og Nóa Kroppi ofan á. Hellið hinum helmingnum af blöndunni ofan á og kælið þar til blandan hefur stífnað. Takið formið frá og smyrjið 2 dl af þeyttum rjóma ofan á þannig að rjóminn nái út fyrir kökuna og myndi grip fyrir fingurna. Raðið fingrunum hringinn með hliðunum og skreytið með Nóa konfekti.

 

Innihald

FYLLING
100 g Síríus suðusúkkulaði 
100 g Síríus rjómasúkkulaði 
100 g Nóa konfektflöskur
50 g Nóa Kropp 
3 egg 
1 msk. sykur 
1 tsk. skyndikaffi 
3 dl rjómi 
2 dl rjómi, þeyttur


SKRAUT
Marensfingur 
Nóa konfekt