Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Marengsterta

fyrir 8-10.

Leiðbeiningar

1. Kveikið á ofninum og stillið á 140°C með undir- og yfirhita.

2. Setjið eggjahvítur í skál ásamt cream of tartar og salti, þeytið þar til byrjar að freyða. Bætið þá púðursykrinum og sykrinum saman við rólega og þeytið þar til eggjahvíturnar ná alveg stífum toppum. Bætið þá Rice Krispies út í og veltið því varlega saman við með sleikju.

3. Teiknið tvo 22 cm hringi á smjörpappír og snúið pennastrikinu niður áður en þið skiptið deiginu á milli hringanna, sléttið fallega úr botnunum. Bakið í 50 mínútur og slökkvið þá á ofninum en ekki taka botnana úr ofninum fyrr en þeir eru orðnir alveg kaldir. Hægt er að gera botnana með allt að viku fyrirvara.

4. Bræðið saman 150 g trompsúkkulaði og 100 ml rjóma. Leyfið blöndunni aðeins að kólna.

5. Þeytið 400 ml rjóma og blandið súkkulaðiblöndunni varlega saman við með sleikju.

6. Skerið 150 g trompsúkkulaði og blandið saman við rjómann.

7. Setjið neðri botninn á kökudisk, setjið helminginn af rjómanum á botninn, hindber og nóa kropp.

8. Setjið efri botninn yfir og setjið þá restina af rjómanum yfir. Skreytið með hindberjum, nóa kroppi og ferskri myntu.

Innihald

4 eggjahvítur
1/4 tsk cream of tartar
1/4 tsk salt
60 g púðursykur
200 g sykur
50 g Rice Krispies
300 g Síríus rjómasúkkulaði með trompbitum
100 ml rjómi
400 ml rjómi, þeyttur Nóa Kropp
200 g hindber
Fersk mynta (má sleppa)

KELLOGGS RICE KRISPIES 14X430G