Uppskriftir

Bragðarefur

Krem og fylling fyrir ger- eða vatnsdeigsbollur.

Leiðbeiningar

Fylling

Þeytið rjómann ásamt flórsykri. Bætið kókosmjöli, maukuðum jarðarberjum, muldu Nóa Kroppi og söxuðu rjómasúkkulaði með Tromp bitum varlega saman við með sleif.

Skerið bollurnar í tvennt, setjið sultu að eigin vali, t.d. jarðarberjasultu, á botninn og svo fyllinguna þar yfir.

Dökkt súkkulaðisíróp

Bræðið suðusúkkulaði, rjóma og síróp saman við vægan hita.

Dýfið efri hlutanum af bollunum í sýrópið og tyllið svo ofan á neðri hlutann með sultunni og rjómanum.

Skraut

Skreytið með muldu Nóa Kroppi og söxuðu rjómasúkkulaði súkkulaði með Tromp bitum. 

Innihald

Fylling

500 ml rjómi

3 msk flórsykur

½ dl kókosmjöl

250 g fersk jarðarber, maukuð

100 g Nóa Kropp, mulið gróflega

150 g Síríus rjómasúkkulaði með Tromp bitum, saxað

Sulta að eigin vali

Dökkt súkkulaðisíróp

200 g Síríus 70% suðusúkkulaði

6 msk rjómi

4 msk síróp

Skraut

Nóa Kropp

200 g Síríus 70% suðusúkkulaði