Uppskriftir

Karamellubolla

Með jarðaberjum og Nóa Karamellukurli

Leiðbeiningar

Karamellu ganache

Saxið niður rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti og hitið rjómann upp að suðu. Hellið síðan heita rjómanum yfir súkkulaðið og blandið vel saman.

Jarðarberjarjómi

Þeytið rjóma og blandið jarðarberjabúðingnum saman við.

Skerið bollurnar í tvennt, setjið karamellu ganache á botninn og raðið jarðarberjasneiðum á bolluna, setjið jarðarberjarjómann ofaná og stráið karamellukurli yfir.

Súkkulaðikaramella

Setjið Nóa Rjómakúlur í lítinn pott ásamt rjómanum og bræðið saman. Dýfið lokunum af bollunum ofan í karamelluna þegar hún er tilbúin eða setjið á lokin með skeið.

Stráið karamellukurli og súkkulaðiperlum yfir.

Innihald

Karamellu ganache

100 g Nóa rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti

50ml rjómi

Jarðarberjarjómi

500 ml rjómi (þeyttur)

4-5 msk Royal jarðarberjabúðingur

Jarðarber (fersk), skorin í sneiðar

Síríus Karamellukurl

Súkkulaðikaramella

1 poki Nóa Rjómakúlur

4 msk rjómi

Skraut

Síríus Karamellukurl

Síríus Súkkulaðiperlur