Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Eftirréttabolla
Með hvítsúkkulaðirjóma og Tromp bitum
Leiðbeiningar
Hvítsúkkulaðirjómi
Hitið 75 ml af rjómanum að suðu og hellið yfir hvítu súkkulaðidropana og hrærið vel saman. Hrærið því næst blöndunni varlega saman við þeytta rjómann.
Skerið bollurnar í tvennt. Raðið hindberjum á botninn og setjið hvítsúkkulaðirjómann ofan á og síðast saxaða rjómasúkkulaðið með Tromp bitum.
Súkkulaðiglassúr
Setjið öll hráefnin í pott og bræðið á lágum hita, takið síðan blönduna úr pottinum og leyfið henni að standa aðeins meðan hún kólnar.
Dýfið lokunum af bollunum í glassúrinn og skreytið með söxuðum hvítum súkkulaðidropum og Nóa kroppi.
Innihald
Hvítsúkkulaðirjómi
150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
75 ml rjómi
600 ml rjómi (þeyttur)
Hindber, fersk
Síríus Rjómasúkkulaði með Tromp bitum
Súkkulaðiglassúr
250 g Síríus Suðusúkkulaði
125 g smjör
35 g flórsykur
215 ml rjómi
1 msk kaffi
1/4 tsk salt
Skraut
Nóa Kropp
Síríus hvítir súkkulaðidropar