Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Berjalúxus

Vatnsdeigsbolla með gómsætum berjarjóma og Eitt sett töggur kremi.

Leiðbeiningar

Berjafylling

Maukið blönduð ber og vanillusykur í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Það er einnig gott að setja eina matskeið af vatni út í ef berjamaukið er of þykkt. Stífþeytið rjómann og blandið maukuðum berjunum saman við. Blandið smásaxaða rjómasúkkulaðinu varlega saman við rjómann.

Skerið bollurnar í tvennt, smyrjið berjasultu á botninn, skerið niður jarðarber og bláber og setjið yfir sultuna. Sprautið berjarjómanum yfir.

Eitt sett töggur krem

Bræðið eitt sett töggur í rjómanum við vægan hita, dýfið lokinu í blönduna og lokið bollunni. Rífið suðusúkkulaði yfir og skreytið með ferskum berjum eftir smekk.

Innihald

Berjafylling

500 ml rjómi

2 tsk vanillusykur

2 dl blönduð ber (helst frosin)

Berjasulta, magn eftir smekk

Fersk jarðarber og bláber, magn eftir smekk

100 g Síríus rjómasúkkulaði, smátt saxað

Eitt sett töggur krem

150 g Nóa eitt sett töggur

1 dl rjómi

Skraut

Síríus suðusúkkulaði, rifið

Fersk ber eftir smekk