Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Nammibollan
Vatnsdeigsbolla með Nóa Kroppi, súkkulaðikremi og Nóa Perluhnöppum
Leiðbeiningar
Fylling
Stífþeytið rjómann, blandið tveimur matskeiðum af ljúffenga súkkulaðikreminu varlega saman við. Saxið Nóa Kropp og Nóa Perluhnappa og blandið varlega saman við rjómann.
Skerið bollurnar í tvennt og sprautið rjómafyllingunni á milli.
Ljúffengt súkkulaðikrem
Bræðið rjómakúlurnar í rjómanum við vægan hita, dýfið lokunum í súkkulaðikremið og skreytið með söxuðum perluhnöppum.
Innihald
Fylling
500 ml rjómi
2 dl Nóa Kropp, smátt saxað
1 dl Nóa Perluhnappar, smátt saxaðir
2 msk Ljúffengt súkkulaðikrem (uppskrift hér að neðan)
Ljúffengt súkkulaðikrem
250 g Nóa Rjómakúlur
2,5 dl rjómi
Skraut
1 poki Nóa Perluhnappar, saxaðir