Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Nóa Kropp bomba með hindberjablæ
Girnileg vatnsdeigsbolla með brakandi Nóa Kroppi

Leiðbeiningar
Stífþeytið rjómann, bætið hindberjunum saman við.
Skerið bollurnar í tvennt og sprautið hindberjarjómanum ofan á botninn. Raðið Nóa Kroppi þar á.
Setjið suðusúkkulaði og olíu í skál og bræðið í vatnsbaði. Dýfið lokinu af bollunni í súkkulaðið og setjið ofan á. Stráið Nóa Kroppi yfir.
Innihald
½ l rjómi
2 ½ dl fersk hindber
50 g Síríus suðusúkkulaði
1 msk matarolía
150 g Nóa Kropp