Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Lakkrístoppamarengs
Eftir Valgerði Grétu hjá Eldhúsið hennar Völlu
Leiðbeiningar
Marengs
Takið fram hrærivél og notið helst stálskál. Gott er að setja smávegis edik í eldhúspappír og strjúka innan úr skálinni og þeytaranum áður en hafist er handa.
Saxið súkkulaðið og setjið til hliðar.
Teiknið tvo 20cm hringi á bökunarpappír og setjið á bökunarplötur. Hitið ofninn í 120°C blástur.
Setjið eggjahvíturnar í skálina ásamt cream of tartar og byrjið að þeyta.
Setjið 1 matskeið af sykri út í eggjahvíturnar í einu á meðan hrærivélin vinnur, gott að láta hana þeyta í smá tíma á milli. Endurtakið þar til sykurinn er allur kominn saman við. Þegar sykurinn er að mestu uppleystur í marengsnum og hann orðinn mjög stífur er lakkrískurlinu og söxuðu súkkulaðinu bætt út í, blandið varlega saman með sleikju.
Skiptið marengsnum á milli hringjanna og smyrjið út tvo botna.
Bakið botnana í 1 klst. Slökkvið þá á ofninum og látið helst kólna í ofninum.
Lakkrískrem:
Setjið lakkrískurl og 1 dl af rjómanum saman í pott og bræðið saman við lágan hita.
Bætið rjóma smám saman við eftir því sem lakkrísinn bráðnar og kremið byrjar að þykkna.
Þegar allur rjóminn er kominn saman við og allt súkkulaðið hefur bráðnað er þónokkuð eftir af lakkrís sem ekki hefur náðst að bræða. Takið þá töfrasprota og vinnið kremið með honum þar til lakkrísinn hefur blandast vel við kremið.
Bætið þá sírópi og rjómasúkkulaði saman við og þegar súkkulaðið hefur bráðnað er kremið sett til hliðar og geymt þar til kakan er sett saman.
Innihald
Marengs
4 stórar eggjahvítur
1/8 tsk. cream of tartar
200g púðursykur
60g sykur
150g lakkrískurl frá Nóa Síríus
150g suðusúkkulaði frá Nóa Síríus
Lakkrískrem
150g lakkrískurl frá Nóa Síríus
250ml rjómi
1 tsk. síróp
50g rjómasúkkulaðidropar frá Nóa Síríus
Á milli og ofan á tertuna
400ml rjómi
Lakkrískurl og saxað suðusúkkulaði